Skoðanakönnunin

Hún var mjög merkileg niðurstaðan sem fékkst út úr skoðanakönnun Bændasamtakanna varðandi landbúnað á Íslandi.  Þar kom fram mikill stuðningur við landbúnað hér á landi og fólk er almennt velviljað í garð bænda og vara þeirra.  Fáir vilja missa landbúnaðinn.  Þetta kom þægilega á óvart. 

Fréttamiðlar skýrðu frá þessu af sinni skyldurækni ef svo má segja.   Þannig birtist frétt um þetta einu sinni á Rúv og Stöð 2.  Ágætt afrek sosum en eftir það hefur ekki múkkað í fjölmiðlum um þetta.  Engin viðtöl við bændaforystuna, framkvæmdastjóra verslunarinnar, Baugsmógúlinn né nokkurn annan, ekki bofsWoundering.  Heldur engin viðtöl í Kastljósi eða Ísland í dag???? 

Hvernig var það, voru ekki allir teknir í viðtal og fréttatímar og viðtalsþættir stútfullir dag eftir dag þegar matarumræðan lét sem hæst og sauðfjársamningurinn var undirritaður???  Man einhver hvað það var í marga daga eða vikur???? 

Þetta er grjótmerkilegur andskotiPinch 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Jákvæðar fréttir af okkur bændum eða okkar sjónarmið vekur mjög lítinn áhuga fréttamiðlanna.  En allar neikvæðar fréttir og oft alveg ótrúlegur útursnúningur fá mikið pláss.

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 18.3.2007 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband